Uppsprettan

Umsóknir í Uppsprettuna
Umsóknarfresti í fjórðu úthlutun Uppsprettunnar lauk þann 22. janúar 2025.
Frá hugmynd í framleiðslu
Uppsprettan er nýsköpunarsjóður á vegum Haga. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu.
Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.
Hvaðan kemur nafnið Uppsprettan?
Uppspretta vatns, uppspretta góðra hugmynda o.s.frv. Því má segja að orðið feli í sér allt þrennt; góð hugmynd kviknar, hún er vökvuð til vaxtar og upp sprettur sproti!
Uppsprettan 2025
Árið 2025 bárust tugir umsókna og voru 9 verkefni valin til að hljóta styrki. Sjá nánar um styrkhafa hér:
https://www.hagar.is/um-haga/uppsprettan/styrkhafar-2025/
Hér að neðanverðu má sjá myndbönd um fyrri styrkhafa og myndir frá afhendingu styrkja.

Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar um Uppsprettuna má nálgast með því að senda tölvupóst á uppsprettan@hagar.is