Fara á efnissvæði

Fréttir

Fréttir

Vörusala Haga á 3F jókst um 5,5% milli ára
14. jan. 2021 Tilkynningar

Vörusala Haga á 3F jókst um 5,5% milli ára

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2020/21 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 14. janúar 2021. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 30. nóvember 2020. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Sesselía Birgisdóttir ráðin forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum.
5. jan. 2021 Almennar fréttir

Sesselía Birgisdóttir ráðin forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum.

Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum. Um er að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins þar sem áherslan verður á að tryggja að þjónustuveiting Haga og dótturfélaga sé ávallt í takt við nútíma þarfir viðskiptavina. Sesselía mun einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og samskiptamálum Haga á breiðum grunni.

Hagar hf. ráða framkvæmdastjóra Stafrænnar Þróunar og Upplýsingatækni
5. jan. 2021 Tilkynningar

Hagar hf. ráða framkvæmdastjóra Stafrænnar Þróunar og Upplýsingatækni

Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Haga hf. Hann kemur til Haga frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna og hefur leitt þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum VÍS.

Zara hefur opnað vefverslun á Íslandi
12. nóv. 2020 Almennar fréttir

Zara hefur opnað vefverslun á Íslandi

Fataverslunarkeðjan Zara hefur opnað vefverslun sína á Íslandi. Með opnuninni er Zara að marka viss þáttaskil í alþjóðlegri sókn sinni þegar kemur að netverslun á þeim svæðum þar sem Inditex, móðurfélag Zara, er á markaði. Á vefsíðunni zara.com/is geta viðskiptavinir á Íslandi nálgast allan fatnað og varning fyrir dömur, herra og börn sem fáanlegur er á því markaðssvæði sem Zara á Íslandi starfar á.

29. okt. 2020 Tilkynningar

Hagnaður Haga á 2F jókst um 25% milli ára

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2019/20 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. október 2019. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2019 til 31. ágúst 2019. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

29. jún. 2020 Tilkynningar

Hagar hf. árshlutauppgjör Q1 // mars 2020 – maí 2020

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2020/21 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 29. júní 2020. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 31. maí 2020. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Ársskýrsla 2019/20
5. jún. 2020 Tilkynningar

Ársskýrsla 2019/20

Ársskýrsla Haga fyrir rekstrarárið 2019/20 hefur verið gefin út.

Viðskiptavinum Olís býðst að kolefnisjafna akstur sinn frítt í sumar
29. maí 2020 Almennar fréttir

Viðskiptavinum Olís býðst að kolefnisjafna akstur sinn frítt í sumar

Olíuverzlun Íslands mun bjóða viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna eldsneytisviðskipti sín í sumar þegar verslað er á Olís og ÓB, þeim að kostnaðarlausu. Upphæðin fer óskipt til Landgræðslunnar og nýtist þar í fjölbreytt verkefni sem miða að því að stöðva jarðvegsrof og endurheimta röskuð vistkerfi, svo sem náttúruskóga og framræst votlendi.

18. maí 2020 Tilkynningar

Hagar hf. ársuppgjör // mars 2019 – febrúar 2020

Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2019/20 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. maí 2020. Reikningurinn er fyrir rekstrarárið 1. mars 2019 til 29. febrúar 2020. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Hagkaup með netverslun
2. apr. 2020 Almennar fréttir

Hagkaup með netverslun

Hag­kaup hef­ur nú opnað net­versl­un. Í boði verða um 1.400 vöru­teg­und­ir þar sem ein­blínt er á að viðskipta­vin­ir geti verslað helstu nauðsynj­ar til heim­il­is­ins. Póst­ur­inn mun sjá um af­hend­ingu pant­ana til þeirra sem kjósa að fá vör­urn­ar send­ar heim að dyr­um inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins en einnig verður í boði að sækja pant­an­ir í versl­un Hag­kaups í Smáralind. Sömu­leiðis er stefnt að því að opna á þjón­ust­una á Ak­ur­eyri á næstu dög­um.