Fréttir
Fréttir
Nýsköpunarsjóður Haga styrkir átta nýsköpunarverkefni í matvælaiðnaði
Hagar veita átta frumkvöðlafyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði. Hagar stofnuðu í apríl nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna sem ætlaður er til stuðnings við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem að hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu.
Tekjuaukning á 1F og bætt afkoma milli ára
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2021/22 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 25. júní 2021. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2021. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.
Ársskýrsla Haga 2020/21 er komin út
Ársskýrsla Haga fyrir rekstrarárið 2020/21 er komin út.
Hagar kaupa helmings hlut í Lemon
Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga hf. á helmings hlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon.
Veltuaukning og bætt afkoma á 4F
Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2020/21 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 10. maí 2021. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 28. febrúar 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.
Nýsköpunardagur Haga haldinn í fyrsta sinn
Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem að verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem ber yfirskriftina Virkjum kraftinn, frá hugmynd á diskinn þinn. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. Átta frumkvöðlar og sérfræðingar í matvælaiðnaði munu halda erindi á viðburðinum sem streymt verður miðvikudaginn 28. apríl kl.12:00.
Hagar selja Reykjavíkur Apótek
Hagar selja Reykjavíkur Apótek og rekstur tveggja verslana. Ólafur Adólfsson sem áður var eigandi Reykjavíkur Apóteks hefur keypt 90% hlut, sem að seldur var til Haga árið 2019, og tekið yfir rekstur apóteksins við Seljaveg 2. Lyfja hefur keypt rekstur apóteksins í Skeifunni 11b og eru kaupin með fyrirvara um afstöðu Samkeppniseftirlitsins.
Hagar selja Útilíf
Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson hafa í sameiningu keypt Útilíf af Högum. Eftir kaupin er Íslensk fjárfesting 60% hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40% hlut í félaginu.
Hagar styrkja verkefnið Römpum upp Reykjavík
Nú hefur verkefninu Römpum upp Reykjavík verið hrundið af stað og er markmiðið að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum, eins fljótt og auðið er.
Þorvaldur Þorláksson ráðinn forstöðumaður fasteigna- og þróunar hjá Högum.
Þorvaldur Þorláksson hefur verið ráðinn forstöðumaður fasteigna- og þróunar hjá Högum og hefur hafið störf. Helstu verkefni Þorvaldar verða þríþætt, þ.e. ábyrgð á rekstri fasteigna og lóða í eigu Haga, umsjón með leigumálum samstæðu og fasteignaþróun á breiðum grunni.