Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf.
Kaupsamningur um viðskiptin var undirritaður í mars 2019 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Öllum fyrirvörum hefur nú verið aflétt.
Samruninn skapar mörg tækifæri en fyrsta verkefnið verður opnun nýs apóteks í Skeifunni 11. Stefnt er að opnun fyrir næstu áramót.
Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í síma 530-5500.