Hagar auglýsa eftir umsóknum í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og eru allt að 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2022.
Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á stuðning við frumkvöðla verkefni sem að taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins www.uppsprettan.hagar.is
„Nýsköpun í matvælaiðnaði er mikilvæg fyrir framþróun og vöruúrval á Íslandi. Í hverri viku fá verslanir Haga til sín frumkvöðla með hugmyndir af vörum. Þessi mikla gróska af hugmyndum í matvælaiðnaði leiddi af sér stofnun á nýsköpunarsjóðnum Uppsprettunni. Við ætlum okkur að styðja markvisst við þær hugmyndir sem að frumkvöðlar hafa til að stuðla að sem mestri innlendri þróun á matvælum. Fyrsta úthlutun sjóðsins var í fyrra og þá fengu 9 verkefni styrk að heildarverðmæti 11 milljón króna. Fimm af þeim verkefnum eru þegar komin með vörur á markað til sölu í verslunum. Sérstaklega er hugað að samfélagslegum áhrifum þeirra verkefna sem að fá styrk úr sjóðnum og mikilvægt að verkefnin séu að stuðla að minna umhverfisspori í framleiðslu og dreifingu, betri nýtingu á hráefni, jákvæðari samfélagslegri áhrifum svo eitthvað sé nefnt. Við vonum að sem flestir frumkvöðlar láti slag standa og sendi umsókn í Uppsprettuna, þannig virkjum við saman góðar hugmyndir til vaxtar“ segir Sesselía Birgisdóttir forstöðumaður nýsköpunar hjá Högum