Ingibjörg Ester Ármannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður reikningshalds og uppgjörs hjá Högum. Hún tekur við starfinu af Oddný Össu Jóhannsdóttur sem hverfur til annarra starfa.
Ingibjörg Ester hefur frá árinu 2011 starfað hjá KPMG, fyrst sem sérfræðingur og frá árinu 2017 sem verkefnastjóri á endurskoðunarsviði. Hún er löggiltur endurskoðandi og með M.Acc í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Við bjóðum Ingibjörg Ester velkomna til starfa.