Fara á efnissvæði
Til baka

BJÖRGVIN VÍKINGSSON TEKINN VIÐ SEM FRAMKVÆMDASTJÓRI BÓNUS

Björgvin Víkingsson er tekinn við sem framkvæmdastjóri Bónus. Björgvin kom til starfa hjá Bónus í mars 2023 og þá sem innkaupa- og aðstoðarframkvæmdastjóri. Björgvin starfaði sem for­stjóri Rík­is­kaupa frá ár­inu 2020 en hann er með meist­ara­gráðu í aðfanga­keðju­stjórn­un frá ETH há­skól­an­um í Zurich og B.Sc. gráðu í um­hverf­is- og bygg­inga­verk­fræði frá Há­skóla Íslands. 

„Á undanförnum mánuðum hef ég fengið að kynnast, og vinna með, gríðarlega skemmtilegu og öflugu fólki sem starfar hjá Bónus. Að fá tækifæri til þess að taka við keflinu af Guðmundi Marteinssyni og halda áfram með það markmið Bónus að bjóða alltaf upp á ódýrustu matarkörfu landsins, tel ég vera mikil forréttindi. Ég þakka traustið sem mér er sýnt og fer fullur tilhlökkunar inn í þetta mikilvæga verkefni.“ Segir Björgvin Víkingsson framkæmdastjóri Bónus.