Fara á efnissvæði

Fréttir

Fréttir

Ingibjörg Ester Ármannsdóttir ráðinn forstöðumaður reikningshalds og uppgjörs hjá Högum
4. júl. 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg Ester Ármannsdóttir ráðinn forstöðumaður reikningshalds og uppgjörs hjá Högum

Ingibjörg Ester Ármannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður reikningshalds og uppgjörs hjá Högum. Hún tekur við starfinu af Oddný Össu Jóhannsdóttur sem hverfur til annarra starfa.

Rekstur gekk vel á fjórðungnum og afkoma styrkist á milli ára
28. jún. 2024 Tilkynningar

Rekstur gekk vel á fjórðungnum og afkoma styrkist á milli ára

Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2024. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2024. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Oddur Örnólfsson nýr framkvæmdastjóri Eldum rétt.
27. jún. 2024 Almennar fréttir

Oddur Örnólfsson nýr framkvæmdastjóri Eldum rétt.

Oddur Örnólfsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Eldum rétt frá og með 1.júlí næstkomandi. Oddur, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2015, tekur við keflinu af Val Hermannssyni en Valur er einn af stofnendum Eldum rétt.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Haga 2023/24 er komin út
29. maí 2024 Tilkynningar

Árs- og sjálfbærniskýrsla Haga 2023/24 er komin út

Árs- og sjálfbærniskýrsla Haga fyrir árið 2023/24 er komin út.

Nýjung í Hagkaup: Dæla skyri af ísvélum á Skálinni
28. maí 2024 Almennar fréttir

Nýjung í Hagkaup: Dæla skyri af ísvélum á Skálinni

Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem dælt er úr ísvélum.

Mímir Hafliðason ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum
6. maí 2024 Almennar fréttir

Mímir Hafliðason ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum

Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar. Auk þess að leiða verkefni á sviði viðskiptaþróunar mun Mímir taka virkan þátt í stefnumótun fyrir Haga og dótturfélög sem og í vinnu sem tengist mögulegum kaupum og sölum á fyrirtækjum.

Sterkt rekstrarár með auknum tekjum og bættri afkomu
23. apr. 2024 Tilkynningar

Sterkt rekstrarár með auknum tekjum og bættri afkomu

Ársreikningur Haga hf. fyrir rekstrarárið 2023/24 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 23. apríl 2024. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars 2023 til 29. febrúar 2024. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og viðeigandi ákvæði laga um ársreikninga. Endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf., hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun.

Hagkaup fyrsta íslenska matvörukeðjan sem kolsýruvæðir allar verslanir
12. apr. 2024 Samfélagsmál

Hagkaup fyrsta íslenska matvörukeðjan sem kolsýruvæðir allar verslanir

Hagkaup er fyrsta íslenska matvörukeðjan sem kolsýruvæðir allar verslanir sínar. En hvað þýðir það og af hverju skiptir það máli? Kælikerfi í verslunum á Íslandi, sem og erlendis, ganga enn að stórum hluta fyrir kælimiðlinum freon. Kolsýruvæðing felur það í sér að eldri kælikerfum sem ganga fyrir freon er skipt út fyrir nýrri kerfi sem ganga fyrir koltvísýringi. Útfösun á freoni er mikilvægt umhverfismál, enda hefur leki á efninu gríðarleg gróðurhúsaáhrif og stuðlar á sama tíma að eyðingu ósonlagsins.

Magnús Magnússon aðstoðarforstjóri Haga
7. mar. 2024 Almennar fréttir

Magnús Magnússon aðstoðarforstjóri Haga

Magnús Magnússon hefur tekið við stöðu aðstoðarforstjóra Haga, en um nýtt hlutverk innan samstæðu Haga er að ræða. Magnús þekkir vel til Haga en hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra stefnumótunar og rekstrar frá því snemma árs 2021, en mun nú ásamt því einnig taka að sér hlutverk aðstoðarforstjóra.

Hagar styrkja stúlkur til náms með kaupum á óvirkum kolefniseiningum í gegnum sprotafyrirtækið SoGreen
6. mar. 2024 Samfélagsmál

Hagar styrkja stúlkur til náms með kaupum á óvirkum kolefniseiningum í gegnum sprotafyrirtækið SoGreen

Hagar og sprotafyrirtækið SoGreen hafa undirritað samstarfssamning um stuðning við verkefni þess síðarnefnda upp á tvær og hálfa milljón króna gegn afhendingu 365 óvirkra kolefniseininga. Verkefnið sem um ræðir snýr að því að tryggja allt að 200 stúlkum í Sambíu fulla fimm ára gagnfræðiskólamenntun.