Fréttir
Fréttir

Stjórnendauppgjör Haga 2024/25: Sterkt rekstrarár og kjarnastarfsemi útvíkkuð til Færeyja
Stjórnendauppgjör Haga fyrir rekstrarárið 2024/25 hefur verið yfirfarið af stjórn félagsins. Í því er m.a. að finna helstu upplýsingar um rekstur, efnahag og sjóðstreymi samstæðunnar. Stjórnendauppgjörið er ekki endurskoðað af endurskoðendum samstæðunnar og inniheldur ekki ófjárhagslegar upplýsingar. Endurskoðaður ársreikningur, ásamt ófjárhagslegum upplýsingum, verður birtur þann 30. apríl nk. og kann uppgjörið því að taka breytingum fram að þeim tíma. Gerð verður grein fyrir frávikum, ef einhver eru, við birtingu ársreiknings. Í aðdraganda ársuppgjörs var tekin ákvörðun um breytta reikningsskilaaðferð vegna fjárfestingarfasteigna félagsins, en þær eru nú metnar til gangvirðis en voru áður færðar á afskrifuðu kostnaðarverði. Vegna þessa hefur samanburðarfjárhæðum í efnahag fyrra árs verið breytt.

Frumkvöðlar í matvælaframleiðslu hljóta styrki frá Högum
Níu frumkvöðlaverkefni í matvælaframleiðslu hafa hlotið styrki úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga.

3F 2024/25: Rekstur gengur vel og starfsemi útvíkkuð til Færeyja
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 16. janúar 2025. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember 2024. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Vegna umfjöllunar um byggingu atvinnuhúsnæðis við Álfabakka 2 vilja Hagar koma eftirfarandi á framfæri
Fréttatilkynning frá Högum vegna umfjöllunar um byggingu atvinnuhúsnæðis við Álfabakka 2

Opið er fyrir umsóknir í Uppsprettuna
Opið er fyrir umsóknir í Uppsprettuna, nýsköpunarsjóð Haga. Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2025.

Hagar ganga frá kaupum á P/F SMS í Færeyjum
Í tilkynningu þann 22. október 2024 var greint frá því að Hagar hf. og eigendur P/F SMS í Færeyjum hefðu undirritað skilyrt samkomulag (e. Head of Terms) um kaup og sölu á öllu hlutafé í SMS. Í dag, þann 27. nóvember 2024, var endanlegur kaupsamningur vegna viðskiptanna undirritaður, en öll skilyrði vegna kaupanna hafa verið uppfyllt, þ.m.t. áreiðanleikakönnun og samþykki eftirlitsaðila í Færeyjum.

2F 2024/25: Ágætur gangur í rekstri og söluferli á Olíudreifingu hafið
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir annan ársfjórðung 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 17. október 2024. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2024. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Ingibjörg Ester Ármannsdóttir ráðin forstöðumaður reikningshalds og uppgjörs hjá Högum
Ingibjörg Ester Ármannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður reikningshalds og uppgjörs hjá Högum. Hún tekur við starfinu af Oddný Össu Jóhannsdóttur sem hverfur til annarra starfa.

1F 2024/25: Rekstur gekk vel á fjórðungnum og afkoma styrkist á milli ára
Árshlutareikningur Haga hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2024/25 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 28. júní 2024. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars til 31. maí 2024. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Reikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins, PricewaterhouseCoopers ehf.

Oddur Örnólfsson nýr framkvæmdastjóri Eldum rétt.
Oddur Örnólfsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Eldum rétt frá og með 1.júlí næstkomandi. Oddur, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2015, tekur við keflinu af Val Hermannssyni en Valur er einn af stofnendum Eldum rétt.