SMS
- Stofnað 1977
- Fjöldi verslana 16
- Fjöldi veitingastaða 6
- Fjöldi starfsmanna 700+
SMS er leiðandi verslunarfélag í Færeyjum en félagið á rætur að rekja aftur til ársins 1977. SMS rekur m.a. átta Bónus lágvöruverðsverslanir víða í Færeyjum auk stórverslunarinnar Miklagarðs í Þórshöfn en verslunin selur bæði matvöru og sérvöru, líkt og leikföng. Þá rekur Miklagarður einnig kjötvinnslu fyrir SMS samstæðuna. Í Þórshöfn eru reknar fjórar smærri matvöruverslanir undir nafninu Mylnan, en félagið rekur einnig brauð- og kökugerð fyrir samstæðuna.
SMS er einnig umsvifamikið í annarri starfsemi, m.a. rekstri stærstu verslunarmiðstöðvar Færeyja og fjölda veitingastaða. Fjórir af veitingastöðunum eru í verslunarmiðstöðinni, þ.e. Burger King, Sunset Boulevard, Sushi Daily og Hornið. Þá eru reknir tveir steikarstaðir undir nafninu Angus Steakhouse í Þórshöfn og Klaksvík.
SMS er einnig í rekstri annarra verslana og þjónustu, bæði í gegnum dótturfélög sín og hlutdeildarfélög. Ber þar helst að nefna rekstur smásöluverslana Rumbul og Sheep en þær selja ýmsa dagvöru á hagstæðu verði en SMS á 60% hlut í félögunum. Hlutdeildarfélögin eru líkamsræktarstöðvar Burn, ís- og eftirréttagerðin Omaná og skóbúðin Demmus en SMS á 50% hlut í félögunum.
SMS leggur sérstaka áherslu á að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á hagkvæma matvörukosti, en um leið standa fyrir stöðugri framþróun í verslun til að tryggja góða upplifun viðskiptavina.
SMS á fjölbreytt fasteignasafn sem telur um 11.000 m2 sem er að mestu nýtt undir eigin starfsemi en að hluta leigt til þriðja aðila. Ríflega 700 manns starfa hjá SMS og dótturfélögum, í tæplega 290 stöðugildum.
![SMS](/media/d1knic4p/untitled.png?width=320)
- Framkvæmdastjóri Niels Mortensen
- Heimilisfang Trapputrøðni 110, Tórshavn
- Sími +298 341900
- Netfang sms@sms.fo
- Veffang www.sms.fo