Fara á efnissvæði

Hagkaup

Hagkaup
Hagkaup
Hagkaup
Hagkaup
  • Stofnað 1959
  • Fjöldi verslana 7
  • Fjöldi starfsmanna 730+
  • Vörunúmer 60.000+
Hagkaup sjálfbærniskýrsla 2023

Hagkaup var stofnað árið 1959 og á starfsemi fyrirtækisins djúpar rætur í samfélaginu enda verið órofinn hluti af verslunarsögu landsins í 64 ár. Í upphafi var Hagkaup rekið sem póstverslun sem sendi vörur beint frá birgðageymslu og upp að dyrum kaupandans. Fyrsta Hagkaupsverslunin var svo opnuð við Miklatorg árið 1967 og árið 1970 opnaði Hagkaup verslun sína í Skeifunni, sem er eitt helsta flaggskip starfseminnar, enn þann dag í dag.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því fyrsta verslunin leit dagsins ljós og hefur rekstur Hagkaups ávallt aðlagað sig að síbreytilegu neyslumynstri landsmanna. Í dag er megináhersla lögð á breitt úrval í matvöru, snyrtivöru og leikföngum, auk þess sem seldar eru heimilisvörur, tómstundavörur og fatnaður. Hagkaup kappkostar að bjóða upp á landsins fjölbreyttasta vöruúrval og gera verslunarferðina eins ánægjulega og mögulegt er, allt á einum stað.

Hagkaup rekur sjö verslanir, þar af sex á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri. Hagkaup leggur áherslu á þægindi og þjónustu og eru því tvær verslanir Hagkaups, í Skeifunni og Garðabæ, opnar allan sólarhringinn. Auk þess starfrækir Hagkaup öfluga netverslun með bæði snyrtivörur og leikföng og er boðið upp á sendingar hvert á land sem er, hratt og örugglega.

Hagkaup hefur unnið ötullega í sjálfbærnimálum sínum á síðustu árum, meðal annars í aðgerðum til að minnka rýrnun og þar með matarsóun. Einnig hefur verslunin lagt mikla áherslu á kolsýruvæðingu kæli- og frystibúnaðar en á árinu 2023 verða allar verslanir Hagkaups keyrðar á umhverfisvænum kælimiðlum.

Hagkaup