Bananar
- Stofnað 1955
- Fjöldi starfsmanna 110+
- Viðskiptavinir 900+
Bananar ehf. var stofnað árið 1955 og er næst elsta fyrirtækið í samstæðu Haga. Bananar er stærsti innflutnings- og dreifingaraðili á fersku grænmeti, ávöxtum og berjum á Íslandi og jafnframt eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins. Einnig eru Bananar stærsti kaupandi og dreifingaraðili á innlendri grænmetis- og berjaræktun.
Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna voru fyrstu starfsár þess helguð innflutningi og þroskun banana. Síðan þá hafa áherslur breyst og í dag býður fyrirtækið upp á mikið og gott úrval af bæði íslensku og erlendu grænmeti og ávöxtum allan ársins hring. Vörum er dreift til viðskiptavina sex daga vikunnar, þar af til verslana Bónus og Hagkaups.
Viðskiptavinir Banana eru um 900 talsins og samanstanda af verslunum, veitingahúsum, heilbrigðisstofnunum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl.
Til þess að Bananar geti sinnt sínu kjarnahlutverki, að tryggja íslenskum neytendum hágæða mat- og dagvöru, skiptir skilvirkur flutningur, gagnsæi í uppruna vöru og gæði öllu máli. Til þess að sinna þessum þörfum hafa Bananar bein viðskiptasambönd út um allan heim og beina því viðskiptum sínum beint til þeirra landa þar sem gæði ávaxta og grænmetis er best hverju sinni. Vörur berast vikulega með skipi og daglega með flugi en auk þess berst daglega grænmeti frá íslenskum grænmetisbændum.
Starfsfólk Banana hefur um langt skeið haft sjálfbærni að leiðarljósi í sínu starfi enda er fyrirtækið þjóðhagslega mikilvægt þegar kemur að því að sjá landsmönnum daglega fyrir hollum og góðum vörum.
- Framkvæmdastjóri Jóhanna Þ. Jónsdóttir
- Heimilisfang Korngarðar 1
- Sími 525 0100
- Netfang bananar@bananar.is
- Veffang www.bananar.is